KFS frá Vestmannaeyjum hélt lokahóf sitt í gær þar sem flottu tímabili í 3. deild var fagnað. KFS endaði í 6. sæti með 34 stig eftir ótrúlegan lokakafla þar sem liðnu tókst að vinna 6 af síðustu 7 leikjunum.
Þeir sem fengu verðlaun:
Leikmaður ársins: Ásgeir Elíasson
Markakóngur: Ásgeir Elíasson
Efnilegastur: Elmar Erlingsson
Mestu framfarir: Víðir Gunnarsson
Á lokahófinu fékk Hallgrímur Þórðarson viðurkenningu fyrir að hafa náð að spila 100 leiki fyrir KFS og Víðir Þorvarðarson fékk viðurkenningu fyrir að hafa skorað af 80 metra færi á Hásteinsvelli. Leikmenn, þjálfari og stjórnarmenn KFS þakka stuðningsmönnum kærlega fyrir skemmtilegt og gott tímabil.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst