Lokahóf KFS
Víðir, Ásgeir, Hallgrímur og Elmar. 

KFS frá Vestmannaeyjum hélt lokahóf sitt í gær þar sem flottu tímabili í 3. deild var fagnað. KFS endaði í 6. sæti með 34 stig eftir ótrúlegan lokakafla þar sem liðnu tókst að vinna 6 af síðustu 7 leikjunum.

Þeir sem fengu verðlaun:
Leikmaður ársins: Ásgeir Elíasson
Markakóngur: Ásgeir Elíasson
Efnilegastur: Elmar Erlingsson
Mestu framfarir: Víðir Gunnarsson

Á lokahófinu fékk Hallgrímur Þórðarson viðurkenningu fyrir að hafa náð að spila 100 leiki fyrir KFS og Víðir Þorvarðarson fékk viðurkenningu fyrir að hafa skorað af 80 metra færi á Hásteinsvelli. Leikmenn, þjálfari og stjórnarmenn KFS þakka stuðningsmönnum kærlega fyrir skemmtilegt og gott tímabil.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.