Lokið við að bólusetja 69 ára og eldri í Vestmannaeyjum

Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Vestmannaeyja hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi okkur eftirfarandi upplýsingar: Í gær voru bólusettir hátt í 500 einstaklingar í Vestmannaeyjum, bólusett var í Íþróttamiðstöðinni og gengu bólusetningar mjög vel, enginn fékk alvarleg viðbrögð. Aðstaðan í Íþróttamiðstöðinni var mjög góð og viljum við þakka starfsfólki Íþróttamiðstöðvar og RKÍ í Vestmannaeyjum fyrir aðstoðina.

Núna hafa verið bólusettir 600 – 700 eintaklingar í Vestmannaeyjum. Hluti af þeim á eftir að fá bólusetningu númer tvö.

Í gær var lokið við að bólusetja 69 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, einstaklinga í hópi 4 , slökkvilið og hafnsögumenn, einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti á aldrinum 65 – 70 ára og byrjað var að bólusetja einstklinga með undirliggjandi áhættuþætti á aldrinum 18 – 64 ára.
Viljum við biðja einstaklinga sem ekki hefur verið haft samband við í þessum hópum að hafa samband við heilsugæslu. Þeir sem ekki hafa komist í bólusetningu af einhverjum ástæðum og hafa áður fengið boð eru á lista fyrir bólusetningar.

Á næstu vikum verður haldið áfram að endurbólusetja fólk sem búið er að fá eina bólusetningu og einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.