Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til Vestmannaeyja tvisvar á dag. Mikil eftirspurn er eftir flugi og hefur félagið sett upp margar aukaferðir til og frá Eyjum sökum þessi. Flognar verða þrjár ferðir til Eyja í dag og eru nú þegar komnar upp aukaferðir í næstu viku. Flugfélagið Ernir vill því koma því á framfæri að ef eftirspurn er mikil þá eru settar upp aukaferðir og munu því sem flestir komast milli lands og Eyja með flugi.