Lúðrablástur verður áberandi í Eyjum um helgina.  Í kvöld, föstudag milli 21 og 23, verður Októberfest í Hallarlundi þar sem Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Hafnarfjarðar munu leika drykkjusöngva ýmiskonar.  Eins og vera ber, verður þýskt bjórtilboð á barnum og bjórstemmningin allsráðandi.