Minning: Carl Henry Jonsson Ljungskile
2. maí, 2024
Untitled (1000 x 667 px) (7)

Jonsson! var svarað sterkum rómi þegar ég hringdi í Ellu frænku og Calla til Svíþjóðar. Þau eru bæði afsprengi norrænna víkinga og bera í blóði sínu dugnað og seiglu sem harðsótt lífið í æsku krafðist. Calle ólst upp meðal 6 systkina sinna hjá einstæðri móðir lengst af. Þá þurftu vinnandi hendur að leggja sitt af mörkum eins fljótt og kostur var við búskap og sjósókn til að halda lífi yfir ískalda vetrardaga. En sumarið var ríkulegt með ávöxtum og kartöflum sem var þjóðarréttur og uppáhald Calla.

Hann var stór og glæsilegur maður sem bar af sér mikinn þokka og þetta fas sem gaf dugnaðinn og áræðinna til kynna var svo göfugt. Það var nóg að sjá hollinguna á honum og það stóð „Dugnaður“ framan á honum. Þó sveitarstörfin hafi verið lífnauðsynleg, þá kallaði Ljungskile viken á hann. Siglingar um þúsundir eyja í skerjagarðinum voru endalausir áfangastaðir á siglingum hans og Ellu öll sumur. Við Sigga erum þakklát fyrir allar ferðirnar sem við vorum með. Í ríkinu hans Bohuslän var hver höfnin af annarri og þar sigldi skipstjórinn inn og hélt í stýrið. Hann var með bláa sixpensara á höfði, kóngurinn í Buhoslän og sænskan fána í stagi. Danmörk, Noregur og Vestmannaeyjar fengu líka sínar heimsóknir og í heimi siglara var Calle þekktur og fyrir honum borin virðing. Börnin og barnabörnin tóku upp merkið og keyptu nýja skútu sem sótt verðu eftir nokkrar vikur. Þá er víst að Calle verði um borð og athugar með siglutré, segl og stög, dragur upp fokkuna, herðir á böndum til að nýta byrinn.

Calle kynntist Ellu þegar hún las sjúkraþjálfun í Lundi. Hann sýndi henni að þar var full meining að baki. Hann kom til Eyja á vertíð, var í Fiskiðjunni og fór á net með Gvendi Eyja á Gamminum. Þar um borð voru Óli Svei og Addi Bald. og fleiri Eyjamenn. Ljósmyndaáhuginn fékk útrás við myndartökur austur á Vík að berja ís af reiðum og möstrum, draga netin í norðan skít og pusi. Það var samt vægt gjald til að ná í Eyjastelpu. Hann vann við pípulagnir í Reykjavík og talaði við ömmu á Löndum á sænsku og hún svaraði á íslensku. Þau skildu hvort annað. Ömmu leist alltaf betur á þennan stæðilega svía og fyrir rest elskaði hún hann eins og við öll. Glaðan og reifan foringja á góðra vina fundum í sínum hópi.

Calle var með smábýlabúskap, átti traktor og sinnti hænum og hestum. Ruddi skógin og sagaði gilda bolina í byggingatimbur og byggði sér hús, fyrir Thor og Victor. Hann vann þrotlaust alla ævi og stöð vörð um sína, Ellu og börnin, móður sína meðan stætt var. Calle var sjálfbærnitröll löngu áður en menn vissu merkingu þess orðs. Dagurinn byrjaði með lesningu í Göteborgposten, fréttir og veðrið, verðbréf og markaðir.

Húsið þeirra Heimaklettur stendur á klettasnös í 100 metra hæð, með útsýni yfir Ljungskile viken. Þangað gengur hann ekki fleiri ferðir upp „Helvítisbrekkuna.“ En veifar sixpensaranum þegar hann siglir vestur fyrir Orust þar sem áður sló hjarta hans í brjósti Bohuslänings.

Á útfaradegi geng ég upp brekkuna og votta Ellu föðursystur minni og fjölskyldu hjartans samúð.

 

Ásmundur Friðriksson.

 

Æviágrip.

Carl-Henry Ingemar Jonsson fæddist í Ljungskile 25. janúar árið 1933. Hann lést á heimili sínu 11. apríl 2024.

Foreldrar hans voru Daníel Jonsson og Gertrud Jonsson, þau bjuggu í Hesthaga á Dyrhuvud í Ljungskile.

Carl Henry var þriðji í röð sex systkina, en þau voru í aldursröð. Arnold, Inger, Carl Henry, Tom, Bengt, og Sven Åke.

Árið 1962, þann 22. júlí giftist Carl Henry Ellu Ásmundsdóttir á Prestbakka á Síðu. Foreldrar hennar voru Ásmundur Friðriksson skipstjóra frá Löndum í Vestmannaeyjum og Elísa Pálsdóttir ljósmyndari frá Skólavörðustíg í Reykjavík.

Börn Carl Henrys og Ellu eru; 1) Thor f. 1963, yfirmaður í ríkisþjónustu. Kona hans er Mia Jonsson kennari og eiga þau synina Victor, Oscar og Harry. 2) Puck f. 1965 blaðamaður og hundaklippari, maður hennar er Carl Anton Holmgren verkfræðingur og þau eiga synina Albin og August.

Carl Henry byrjaði snemma að vinna fyrir sér og móðir sinni sem lengst af ól börnin sín ein upp. Hann gekk í Sænska herinn og var þar í 5 ár. Þá fór hann í líðháskóla og eftir það stundaði hann lengst af sölumennsku í eigin fyrirtæki. Rak umsvifamikinn innflutning á tæknivörum frá Asíu. Hann vann við þetta til starfsloka, þegar hann keypti sér innrömmunarfyrirtæki og litla verslun í Ljungskile og rak þá verslun til 70 ára aldurs.

Þá var Carl Henry félagi í Lions og Rotary í sinni heimabyggð. Þegar hann og Ella fluttu á æskuslóðir hans í Hesthaga byggðu þau sér myndarlegt hús og skírðu Heimaklett. Þar rak hann smábýlisbúskap og var lengst af með íslenska hesta. Hann var siglingamaður alla sína ævi og átti margar glæsilegar seglskútur og sigldi m.a. til Íslands og við strandir mið- og norður Evrópu. Hann stundaði líka á sínum yngri árum skíði og var mikill verkmaður og byggði tvö einbýlishús, hlöður, hænsnahús og smærri bílskúra fyrir sig og fjölskyldu sína auk þess að hjálpa Thor og Victori syni hans með byggingar á húsum þeirra á fjölskyldujörðinni í Hesthaga.

Útför Carls Henrý fer fram í Ljungs kyrka kl. 13, í dag 2. maí.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.