Nemendasýning Myndlistaskóla Steinunnar opnar í kvöld
13. maí, 2011
Nemendur í Myndlistaskóla Steinunnar opna sýningu á verkum sínum í Akóges í kvöld klukkan 20:00. Sýningin verður opin daga 13. til 15. maí frá klukkan 14 til 18. Boðið verður upp á létta hressingu við opnunina og eru allir hjartanlega velkomnir eins og segir í fréttatilkynningu sem má lesa hér að neðan.