Notendum frístundastyrks fjölgar milli ára

Farið var yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2023 á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Um 856 börn á aldrinum 2 – 18 ára eiga rétt á frístundastyrk. Árið 2023 voru alls 672 börn sem nýttu sér styrkinn eða 78,6%. Árið 2022 voru alls 617 börn sem nýttu sér styrkinn þannig að um fjölgun er að ræða. Frístundastyrkurinn nýtist á milli mismunandi starfsemi. Þrátt fyrir að styrkþegar hafi verið 672 þá voru afgreiðslur frístundastyrkja um 815. Mest er styrkurinn nýttur til að greiða félagsgjöld hjá ÍBV íþróttafélagi eða um 58%. Þar á eftir kemur Fimleikafélagið Rán (27%) og svo blöndu æskulýðsstarfsemi (7%). Styrkurinn dreifist á fleiri eins og Sundfélag ÍBV, Skátafélagið Faxi og Rafíþróttafélag ÍBV.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.