Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt óformlegan fund með framkvæmdastjórum sveitarfélagsins á þriðjudag þar sem farið var yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og helstu forsendur hennar.
Á fundinum kom fram að óskað hefur verið eftir auknum stöðugildum vegna starfsemi sköpunarhússins, alls um 0,5 stöðugildi. Áætlaður viðbótarrekstrarkostnaður vegna þess nemur um 5,5 milljónum króna á ári. Þá hefur einnig verið óskað eftir 1,5 stöðugildum til viðbótar vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á aldrinum 10–18 ára. Um er að ræða lögbundna þjónustu, og gert er ráð fyrir að framlag komi á móti úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Með samþykki bæjarráðs verður þessi kostnaður settur inn í launaáætlun félagsmiðstöðvarinnar fyrir árið 2026. Í niðurstöðu segir að bæjarráð samþykki að gert verði ráð fyrir þessum viðbótarkostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2026 og felur bæjarstjóra og starfsfólki að vinna áætlunina áfram í samræmi við umræðurnar á fundinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst