Ný störf og aukin þjónusta koma inn í fjárhagsáætlun 2026
radhus_vestm_2022
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt óformlegan fund með framkvæmdastjórum sveitarfélagsins á þriðjudag þar sem farið var yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og helstu forsendur hennar.

Á fundinum kom fram að óskað hefur verið eftir auknum stöðugildum vegna starfsemi sköpunarhússins, alls um 0,5 stöðugildi. Áætlaður viðbótarrekstrarkostnaður vegna þess nemur um 5,5 milljónum króna á ári. Þá hefur einnig verið óskað eftir 1,5 stöðugildum til viðbótar vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á aldrinum 10–18 ára. Um er að ræða lögbundna þjónustu, og gert er ráð fyrir að framlag komi á móti úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Með samþykki bæjarráðs verður þessi kostnaður settur inn í launaáætlun félagsmiðstöðvarinnar fyrir árið 2026. Í niðurstöðu segir að bæjarráð samþykki að gert verði ráð fyrir þessum viðbótarkostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2026 og felur bæjarstjóra og starfsfólki að vinna áætlunina áfram í samræmi við umræðurnar á fundinum.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.