Þann 19. desember síðastliðinn skrifuðu Gröfuþjónusta Brinks ehf. og Þjótandi ehf. á Hellu undir kaupsamning vegna sölu á fyrrnefndu félagi. Þjótandi ehf. er félag í eigu hjónanna Ólafs Einarssonar og Steinunnar Birnu Svavarsdóttur.
Gröfuþjónustan Brinks ehf. hefur verið starfrækt í Vestmannaeyjum í tvo áratugi en þann 14. desember síðastliðin fagnaði félagið 20 árum í rekstri. Félagið verður rekið áfram á sömu forsendum og undir sama nafni. Núverandi starfsmenn halda áfram hjá okkur og Símon mun enn sjá um allan daglegan rekstur og verkstjórn.
Þjótandi ehf. er öflugt verktakafyrirtæki á Suðurlandi með höfuðstöðvar á Hellu. Þeir eru vel kunnugir Vestmannaeyjum og hafa tekið að sér ýmis verk hér síðastliðin ár. Það eru afar spennandi tímar framundan og mun Gröfuþjónustan Brinks styrkjast og eflast til muna og hlakkar okkur til að takast á við ný verkefni.
Hjónin Símon Þór Eðvarðsson og Elín Sigríður Björnsdóttir núverandi eigendur Gröfuþjónustunnar Brinks vilja þakka innilega afar gott samstarf og góð viðskipti í gegnum árin. Við munum halda áfram að veita okkar bestu þjónustu með nýjum eigendum og hlökkum til nýrra og spennandi tíma.
Fréttatilkynning.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst