Tímamót hjá Gröfuþjónustunni Brinks ehf.
Símon Og Óli þjótanda C
Símon Þór Eðvarðsson og Ólafur Einarsson handsala hér samninginn. Ljósmynd/aðsend.

Þann 19. desember síðastliðinn skrifuðu Gröfuþjónusta Brinks ehf. og Þjótandi ehf. á Hellu undir kaupsamning vegna sölu á fyrrnefndu félagi. Þjótandi ehf. er félag í eigu hjónanna Ólafs Einarssonar og Steinunnar Birnu Svavarsdóttur.

Gröfuþjónustan Brinks ehf. hefur verið starfrækt í Vestmannaeyjum í tvo áratugi en þann 14. desember síðastliðin fagnaði félagið 20 árum í rekstri. Félagið verður rekið áfram á sömu forsendum og undir sama nafni. Núverandi starfsmenn halda áfram hjá okkur og Símon mun enn sjá um allan daglegan rekstur og verkstjórn.

Þjótandi ehf. er öflugt verktakafyrirtæki á Suðurlandi með höfuðstöðvar á Hellu. Þeir eru vel kunnugir Vestmannaeyjum og hafa tekið að sér ýmis verk hér síðastliðin ár. Það eru afar spennandi tímar framundan og mun Gröfuþjónustan Brinks styrkjast og eflast til muna og hlakkar okkur til að takast á við ný verkefni.

Hjónin Símon Þór Eðvarðsson og Elín Sigríður Björnsdóttir núverandi eigendur Gröfuþjónustunnar Brinks vilja þakka innilega afar gott samstarf og góð viðskipti í gegnum árin. Við munum halda áfram að veita okkar bestu þjónustu með nýjum eigendum og hlökkum til nýrra og spennandi tíma.

 

Fréttatilkynning.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.