Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV íþróttafélags, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, skrifuðu undir samninginn, að því er segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
Þar segir enn fremur að samningurinn marki áframhaldandi stuðning bæjarins við íþróttastarfsemi ÍBV og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda öflugu og blómlegu íþróttalífi í Vestmannaeyjum. Íþróttir gegna lykilhlutverki í samfélaginu – þær efla heilsu, samkennd og félagsleg tengsl og skapa jákvæð tækifæri fyrir fólk á öllum aldri.
Vestmannaeyjabær leggur ríka áherslu á að styðja við íþróttafélög og félagasamtök sem vinna að velferð og virkni íbúa, og er þessi samningur liður í því mikilvæga starfi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst