Nýr samstarfssamningur ÍBV og Vestmannaeyjabæjar
Samst Ibv Baerinn Vestm Is
Hörður Orri og Íris handsala hér samninginn. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV íþróttafélags, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, skrifuðu undir samninginn, að því er segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Þar segir enn fremur að samningurinn marki áframhaldandi stuðning bæjarins við íþróttastarfsemi ÍBV og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda öflugu og blómlegu íþróttalífi í Vestmannaeyjum. Íþróttir gegna lykilhlutverki í samfélaginu – þær efla heilsu, samkennd og félagsleg tengsl og skapa jákvæð tækifæri fyrir fólk á öllum aldri.

Vestmannaeyjabær leggur ríka áherslu á að styðja við íþróttafélög og félagasamtök sem vinna að velferð og virkni íbúa, og er þessi samningur liður í því mikilvæga starfi.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.