Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum.

Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega birtum við myndir af öllum fermingarbörnum Eyjanna ásamt upplýsingum um foreldra þeirra og fermingardaginn.

Fermingar eru ekki eina umfjöllunarefnið. Við spjöllum við Sigrúnu Sigurðardóttur lektor við Háskólann á Akureyri, en hún vann í lögreglunni í Vestmannaeyjum árið 1995. Árið í Eyjum var örlagaríkt og hefur haft mikil áhrif á líf hennar allt til dagsins í dag. Athafnarmaðurinn Páll Eyjólfsson er í einlægu spjalli um lífið og æskuárin í Eyjum. Við tókum viðtal við Írisi Róbertsdóttur um loðnubrestinn, Herjólf og stöðuna í Landeyjahöfn.

Fatagámur Rauða Krossins er reglulegur viðkomustaður margra. Rauði krossinn sér um að flokka og endurvinna vefnaðarvöru hér á landi en fatasöfnun er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni samtakanna. Þórunn Jónsdóttir hjá Rauða Krossinum fer þrisvar sinnum í viku að tæma gámana í Vestmannaeyjum, þetta og meira í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Nýjustu fréttir

Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.