Í samantekt Frétta og af viðtölum við fólk sem kom að heilsugæslu og starfi áfallateymis á þjóðhátíð er ekki annað að sjá en að fagmennska hafi ráðið för. Verklag var það sama og undanfarin ár en alltaf er reynt að gera betur. Það má m.a. sjá á dreifibréfi sem dr. Hjalti Jónsson, sálfræðingur, sem stýrði starfi áfallateymis tók saman fyrir hátíðina.