„Þann 3. október ætlum við að halda okkar árlega októberfest í Höllinni. Þá dælum við bjór í bjórtjaldi, verðum með matartjald og gerum geggjaða München stemningu. Ásgeir Páll, partýstjóri, Matti Matt og Una&Sara troða upp og verður hægt að fara í ýmsa leika, s.s. beerpong. Allir sem mæta í búning fá frían bjór,“ segir í fréttatilkynningu frá Höllinni í Vestmannaeyjum.
„Það verður sannkölluð München stemning í Höllinni þann 3. október. Beerpong, Matti Matt, Una&Sara, stígvélaþamb og margt fleira. Í alvöru partý þarf sjálfan partýstjórann og verður Ásgeir Páll í húsi með sína stemningu og skífuþeyting.
Bjórtjald á staðnum og matartjald að hætti Einsa kalda. Boðið verður upp á krydd-pylsur, bratwurst-pylsur, vínarschnitsel, München-dressingu, bbq-rif, hrásalat, kartöflusalat og að sjálfsögðu súrkál. Þá verður einnig geggjað pretzel með ostadýfu,“ segir einnig í tilkynningunni og bent á að aldurstakmark er 18 ára.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst