„Þar sem ég tók þetta skref til Eyja, fór og lærði að búa einn, kynntist nýju fólki og umhverfi, þá held ég að ég verði ekki lengi að aðlagast hlutunum utan fótboltans. Kærastan mun líka aðstoða mig í því, hún mun hjálpa mér að verða ekki klikkaður seinni part dags eftir að ég kem heim af æfingu,” segir Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu sem er á leið til Króatíu í bráðskemmtilegu viðtali á Fótbolti.net
Hann er spurður að því hvort ekki verði öðru vísi að búa í Króatíu en Vestmannaeyjum. „Jú, klárlega. Ég losna náttúrulega loksins við Herjólf og Þorlákshöfn og svona, rokið og kuldann, en þetta verður klárlega mikil breyting. Ég er að reyna læra grunnatriðin í málinu, hvernig maður kynnir sig og stöku orð með. Ég held að enskan muni koma mér ágætlega langt líka, þeir eru nokkuð góðir í henni,” segir Oliver og hann mun sakna Vestmannaeyja.
„Alveg klárlega, þetta er skemmtilegasti klefi sem ég hef verið partur af. Samfélagið sem heild hefur tekið mjög vel á móti mér og allir eru mjög ánægðir fyrir mína hönd að ég sé að ná mínum markmiðum. Það er alveg smá skellur að þurfa að kveðja en ég ætla ekki að útiloka að ég renni við einhvern tímann seinna,” segir Oliver.
Nánar á fotbolti.net.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst