“Við eigum hollvinasamtökum Hraunbúða mikið að þakka en þau eru okkur ómetanlegir bakhjarlar,” á þessum orðum hefst frétt á vef Vestmannaeyjabæjar sem skrifuð er í nafni starfsfólks Hraunbúða. En samtökin í samstarfi við Hafdísi Kristjáns bjóða upp á jógatíma einu sinni í viku á Hraunbúðum. Þau hafa einnig komið að krafti inn í félagsstarfið og héldu páskaeggjabingó við mikinn fögnuð. Eru þeim færðar kærar þakkir fyrir að gefa tilbreytingu í daga heimilisfólks.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst