Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn frá Laxey um stækkun iðnaðarsvæðis og lóðar í Viðlagafjöru. Í umsókninni er óskað eftir heimild til að hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að landnotkunarreit efnistökusvæðis E-1, 5,1 hektari, falli undir landnotkunarreit iðnaðarsvæðis I-3 og að lóð fyrirtækisins nái yfir efnistökusvæði E-1.
Fyrirtækið vinnur nú að umhverfismati vegna aukins umfangs framleiðslugetu úr 11.500 tonnum í 42.000 tonn á ári ásamt áformum að reisa seiðaeldisstöð í Viðlagafjöru. Skipulagsbreytingarnar verði unnar á kostnað Laxeyjar ehf. í samstarfi við Vestmannaeyjabæ.
Í niðurstöðu ráðsins kemur fram að ráðið óski eftir frekari gögnum varðandi fyrirhuguð mannvirki og notkun á svæðinu. Ráðið fól framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að boða til fundar með kjörnum fulltrúum vegna frekari kynningar á málinu.
Sjá einnig: Nýtt iðnaðarsvæði skipulagt
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst