Pysjueftirlitið að gera allt klárt
Krakkar á öllum aldri geta tekið þátt í pysjueftirlitinu.

„Nú er búið að finna fyrstu pysjuna þetta árið og er  pysjueftirlitið að gera allt klárt. Persónulega á ég von á mörgum pysjum þetta árið. Það er mikið af fugli og sílisfugl hefur verið áberandi. Það gefur okkur vonir um að margar pysjur nái fluginu þetta árið,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem hefur umsjón með pysjueftirlitinu.

„Vegna vísbendinga um fækkun á lundastofninum síðustu ár eru uppi raddir um að minnka eða jafnvel banna alfarið lundaveiði. Þess vegna viljum við hvetja fólk til að taka þátt í og hjálpa  pysjueftirlitinu. Það gerum við með því að vigta allar pysjur sem finnast. Setja upplýsingarnar inn á heimasíðuna okkar sem er lundi.is.  Svona á að skrá pysju:

  • Fara inn á heimasíðuna okkar lundi.is
  • Smella á pysjueftirlitið
  • Smella á skráningarform

Náttúrustofa Suðurlands verður með merkingar og mælingar í húsnæði Setursins að Ægisgötu 2 eins og venjulega. Eru þær færri eða fleiri, þyngri eða léttari svo eitthvað sé nefnt.

Þær virðast verða fyrr á ferðinni núna en síðustu ár sem er jákvætt. Til að gera þetta skemmtilegra ætlum við að veita verðlaun fyrir flottustu sleppimyndirnar. Dómnefnd mun svo veita  þrenn verðlaun og endilega senda  myndirnar á netfangið setur@setur.is,“ sagði Hörður að endingu.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.