Ráðast örlög Þjóðhátíðar á morgun?

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir mun í dag senda heil­brigðisráðherra minn­is­blað þar sem hann legg­ur til sótt­varnaaðgerðir inn­an­lands til að tak­marka út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag. Þórólf­ur sagði á fundinum ekki vera til­bú­inn til að greina frá því hvaða aðgerðir hann leggi til. Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við visir.is að öllum líkindum færi fundurinn fram eftir hádegi á morgun föstudag.

Ljóst er að ef boðað verður til viðlíka samkomutakmarkana innanlands þekkst hafa síðustu misseri verður ill mögulegt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði eins og skipuleggjendur hafa unnið að síðustu mánuði.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.