Ráðningar og vilji minnihlutans til pólitískra afskipta
5. janúar, 2016
Hjá Vestmannaeyjabæ gilda almennar reglur um starfsmannamál. Grunnreglan er sú að pólitískir fulltrúar koma lítið sem ekkert nálægt ráðningamálum né heldur almennum starfsmannamálum. Einungis þegar um er að ræða ráðningu á æðstu stjórnendum (svo sem bæjarstjóra og framkvæmdarstjóra) kemur til kasta kjörinna fulltrúa. Í 47. gr. bæjarmálasamþykkta Vestmannaeyjabæjar sem samþykktar voru í Bæjarráði 2013 segir eftirfarandi:
�??Bæjarstjóri ræður starfsmenn í helstu stjórnunarstöður, svo sem framkvæmdastjóra fagsviða og veitir þeim lausn frá störf-um nema á annan veg sé mælt í lögum og reglugerðum.�??
Að öðrum kosti eru það embættismenn (framkvæmdastjórar) sem sjá um ráðningamálin í takt við þá fyrirfram ákveðnu verkferla sem um þessi mál gilda.
�?annig þarf það þó ekki að vera. Ekkert er því til fyrirstöðu að pólitískir fulltrúar fari með ráðningarvaldið. Að ákvörðun um almennar ráðningar sé fjallað af stjórnmálafólki í ráðum, nefndum og ákvörðun um það hver sé ráðinn í hvaða stöðu sé þannig fyrst og fremst pólitísk. Í ljósi þeirra skrifa sem minnihlutinn hér í Eyjum hefur staðið fyrir mætti ætla að minnihlutinn vilji að ráðningar verði meira á borði pólitískra fulltrúa en verið hefur. Við, eins og aðrir fulltrúar sjálfstæðisflokksins, teljum það ekki rétt og teljum mun eðlilegra að slíkt sé á forræði embættismanna.
Sá hluti starfsmannamála sem þó kemur til kasta kjörinna fulltrúa liggur í bæjarráði, ekki í ráðum eins og Framkvæmda- og hafnarráði. �?ar eigum við báðir sæti og annar okkar formaður. �?að mál sem nú hefur nokkuð verið til umræðu (sameining á stöðu slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns) snýr svona að okkur sem fulltrúum þess ráðs sem fer með starfsmannamál:
Á fundi Bæjarstjórnar Vestmannaeyja nr. 1365 frá 2005 undir lið 1C. er samþykkt að ráða slökkviliðsstjóra sem jafnframt verður eftirlitsmaður með brunavörnum
Allt þar til nýlega var staða slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns ein og hin sama. Með miklum sóma gegndi þeirri stöðu Ragnar �?ór Baldvinsson. �?egar stutt var orðið í hans starfskil óskaði hann eftir því að fara í lægra starfshlutfall og rökstuddi þá ósk með vísan í starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar. Við því var orðið og Ragnar varð slökkviliðsstjóri í 50% stöðu. Staða eldvarnareftirlitsmanns var hinsvegar auglýst og í hana ráðinn Friðrik Páll Arnfinnsson. �?rátt fyrir þetta var skipurit slökkviliðsstöðvar ekki breytt og ávalt gert ráð fyrir því að þetta yrði ein staða líkt og fram kemur í skipuriti.
Í viðmiðunarreglum frá 2013 þar sem fjallað er um ráðningar í störf segir að þeir framkvæmdastjórar sem sjái um ráðningar f.h. bæjarins þurfi að hafa í huga við ráðningu í starf sem þegar er til staðar, að ávallt skuli haft í huga hvort hægt sé að hagræða í rekstri, annaðhvort með tilfærslu á þeim starfsmönnum sem fyrir eru, eða með því að leggja starfið niður.
Við starfslok Ragnars núna um áramót var því fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri sameinaði stöðurnar á ný. Með því var framkvæmdastjóri að fylgja eftir gildandi skipuriti og samtímis að ná fram hagræðingu fyrir málaflokkinn, en það er eitthvað sem pólitískt kjörnir fulltrúar eru að kalla eftir.
Vart þarf að taka það fram að hefði umræddum starfsmanni ekki verið boðin slökkviliðsstjórastaðan þá hefði þurft að segja honum upp sem brunaeftirlitamanni og auglýsa síðan stöðuna samkvæmt gildandi skipuriti.
Hvort að það hefði mátt ræða sameiningu þessara starfa betur í fagráðinu skulum við ekki segja en það kallar engan vegin á þau skrif sem og þau orð sem minnihlutinn sendi frá sér varðandi þessar breytingar. Ásakanir um vinaráðningar, eiga við engin rök að styðjast og er ljóst að þó svo að umræða sé af hinu góða þá var farið eftir þeim reglum sem bæjarráð hefur sett í starfsmannamálum bæjarins. Upphrópanir, svívirðingar, dónaskapur og rangar fullyrðingar eru ekki til eftirbreytni hjá fulltrúum minnihlutans, sem fjallað hafa um þetta mál í vefmiðlum á síðustu dögum. Við munum leggja okkur fram við að standa ekki fyrir slíkum skrifum um samborgara okkar.
Um leið og við lýsum yfir fullu trausti á �?laf Snorrason sem og aðra framkvæmdastjóra hjá Vestmannaeyjabæ sem fara með ráðningamál viljum við þakka Ragnari �?ór Baldvinssyni fyrrverandi slökkviliðsstjóra fyrir góð störf og tryggð við Vestmannaeyjabæ í störfum sínum seinustu áratugi. Við óskum ennfremur Friðriki Páli velfarnaðar í breyttu starfi og vitum að þar fer traustur og vandaður maður. Minnihlutann hvetjum við hinsvegar til að gæta sanngirni í umræðu um störf embættismanna og beita sér fyrir breytingum á verkferlum fremur en að gagnrýna fólkið sem vinnur eftir því sem þeir og samflokksmenn þeirra hafa sjálfir tekið þátt í samþykkja.
Virðingarfyllst,
Páll Marvin Jónsson
Formaður bæjarráðs
Trausti Hjaltason
Fulltrúi í bæjarráði
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst