Rúnar Gauti Gunnarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í snóker í flokki leikmanna 21 árs og yngri. Rúnar Gauti vann Brynjar Hauksson 2:0 en mótið var haldið á Billiardbarnum í Reykjavík. Auk bikars, fékk Rúnar Gauti glæsilegan Woods snókerkjuða í sigurverðlaun. Þrátt fyrir mikinn snókeráhuga í Vestmannaeyjum er hægt að telja Íslandsmeistaratitlana á fingrum annarrar handar. Þannig varð Eðvarð Matthíasson Íslandsmeistari 1993 en þeir Kristján Egilsson og Páll Pálmason urðu báðir Íslandsmeistarar öldunga fyrir nokkrum árum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst