Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast. Fræðsluefnið er á veggspjaldi og í smáforriti fyrir síma. Þar er farið í nokkrum orðum um brottkast, reglur, undanþágur og úrræði.
Á undanförnum árum hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að umgengni við hafið og hvernig auðlindir þess eru nýttar. Eitt af því sem þar kemur til skoðunar er brottkast á fiski, en meginreglan samkvæmt íslenskum lögum er sú, að það er óheimilt. Og ætíð ber að tryggja það að stofnar séu nýttir með forsvaranlegum og sjálfbærum hætti. Ýmsar leiðir eru útfærðar í lögum til þess að koma í veg fyrir brottkast og tryggja rétta skráningu og vigtun á sjávarafla. Fræðsluefninu er ætlað á hnykkja á þeim reglum er gilda.
Í baráttunni gegn brottkasti gegna sjómenn, starfsfólk og stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja lykilhlutverki. Það er von þeirra sem standa að útgáfu fræðsluefnisins að veggspjöld verði hengd upp á áberandi stað í bátum og skipum og forsvarsmenn útgerða tryggi að starfsmenn kynni sér fræðsluefnið í smáforritinu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.