Herjólfur sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að tekin hafi verið ákvörðu um að fella niður seinni ferð dagsins í dag miðvikudaginn 24.september. Fólk er hvatt til að fylgjast með spá næstu daga þar sem aðstæður til siglinga eru óhagstæðar.
Seinni ferð dagsins sem áætluð var til Þorlákshafnar fellur niður vegna veðurs og sjólags.
Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, vonum við að farþegar okkar síni því skilning.
Baldur stefnir á að sigla til Þorlákshafnar tvær ferðir.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 15:00 (Ath áður ferð kl. 16:00)
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 18:30 (Ath áður ferð kl. 19:00)
Tekin var ákvörðun um að flýtta seinni ferðum um klukkustund til þess siglingin yrði þægilegri fyrir farþega.