Á hverju ári fer Kvenfélagið Líkn af stað að selja merkið félagsins við búðir í Vestmannaeyjum sem fjáröflun fyrir tækjum sem eru gefin á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.
Í dag fimmtudaginn 22. maí fer sú sala fram við Bónus og Krónuna. Í tilkynningu frá Líkn er óskað eftir stuðningi bæjarbúa með því að kaupa merki. ,,Ef þú vilt styðja Kvenfélagið Líkn til tækjakaupa en hefur ekki tök á því að mæta á staðinn þá geturðu lagt inn á reikning 0582-04-250355 og merkja það Líknarmerki.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst