Sigurbergur og Sísí klúbbmeistarar GV

Sigurbergur Sveinsson landaði rétt í þessu sínum fyrsta klúbbmeistaratitli GV er hann sigraði Andra Erlingsson í 6 holu bráðabana. Fyrir daginn hafði Sigurbergur 1 höggs forystu yfir Andra og voru þeir tveir í bílstjórasætinu í átt að titlinum. Lárus Garðar Long og Karl Haraldsson náðu að narta aðeins í hæla þeirra í upphafi hringsins en ógnuðu þó aldrei forystunni.

Lokaniðurstaða mótsins var því þessi:

1. sæti – Sigurbergur Sveinsson +14

2. sæti – Andri Erlingsson +14

3. sæti – Lárus Garðar Long +17

4. sæti – Karl Haraldsson +20

5. sæti – Jón Valgarð Gústafsson +27

6. sæti – Rúnar Þór Karlsson +29

Í kvennaflokki bar Sigríður Lára Garðarsdóttir sigur úr býtum en hún lauk leik á +54. Spilamennska Sigríðar var stöðug en hennar besti hringur voru 79 högg á öðrum keppnisdegi.

Í öðru sæti var Katrín Harðardóttir á +85.

Nánar má lesa um mótið á gvgolf.is

Nýjustu fréttir

Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.