Hjónin Styrmir Gíslason og Hólmfríður Á. Sigurpálsdóttir höfðu búið í húsinu Sólvangi við Kirkjuveg í sex ár þegar þau ákváðu að ráðast í endurbætur á þaki og skipta um klæðningu á húsinu. Þau réðu menn í verkið og þegar þeir hófu að rífa af þakinu kom í ljós að veggjatítla hafði búið um sig í húsinu og það því óíbúðarhæft. Endurbætur og lagfæringar á húsinu svara ekki kostnaði og húsið verður því rifið. Eigendurnir standa eftir slyppir og snauðir enda er eign þeirra í húsinu að engu orðin og þeir sitja eftir með skuldir. Rætt er við þau í vikublaðinu Fréttum sem kemur út í dag.