Sjálfstæðisflokkur fékk fimm menn
Nú liggja fyrir lokatölur í sveitastjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum en Jóhann Pétursson, formaður kjörstjórnar var rétt í þessu að tilkynna þær. Niðurstaða kosninganna er sú að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 1632 atkvæði, eða 68,89% atkvæða og því fimm bæjarfulltrúa. Eyjalistinn fékk 599 atkvæði, eða 25,28% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 138, eða 5,83%. Eins og fram kom í fyrstu tölum, vantaði Sjálfstæðisflokkinn lítið upp á að ná inn sjötta manninum, aðeins 16 atkvæði en munurinn jókst vegna margfeldisáhrifa úr 16 í 166 atkvæði.
�?að liggur því fyrir að Sjálfstæðisflokkur bætir við sig einum bæjarfulltrúa. Vestmannaeyjalistinn, forveri Eyjalistans var með þrjá bæjarfulltrúa en Eyjalistinn fær tvo og tapar því í raun einum.
Alls kusu 2369 af 3171, sem er 74,7% kjörsókn og hefur kjörsókn í sveitastjórnarkosningum ekki verið jafn léleg í Vestmannaeyjum í undanförnum sveitastjórnarkosningum.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.