Nú liggja fyrir lokatölur í sveitastjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum en Jóhann Pétursson, formaður kjörstjórnar var rétt í þessu að tilkynna þær. Niðurstaða kosninganna er sú að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 1632 atkvæði, eða 68,89% atkvæða og því fimm bæjarfulltrúa. Eyjalistinn fékk 599 atkvæði, eða 25,28% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 138, eða 5,83%. Eins og fram kom í fyrstu tölum, vantaði Sjálfstæðisflokkinn lítið upp á að ná inn sjötta manninum, aðeins 16 atkvæði en munurinn jókst vegna margfeldisáhrifa úr 16 í 166 atkvæði.
�?að liggur því fyrir að Sjálfstæðisflokkur bætir við sig einum bæjarfulltrúa. Vestmannaeyjalistinn, forveri Eyjalistans var með þrjá bæjarfulltrúa en Eyjalistinn fær tvo og tapar því í raun einum.
Alls kusu 2369 af 3171, sem er 74,7% kjörsókn og hefur kjörsókn í sveitastjórnarkosningum ekki verið jafn léleg í Vestmannaeyjum í undanförnum sveitastjórnarkosningum.