Skemmtilegur vorboði í Dallas
DSC_5491
Í kindakofanum. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Í fyrrinótt fæddust tveir lambhrútar í Dallas. Þeir hafa fengið nöfnin Þór og Týr. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari gerði sér ferð í Dallas.

„Í dag fóru þeir Sigurmundur Gísli Einarsson, fjárbóndi og Óskar Magnús Gíslason upp í Dallas að gefa rollunum og skoða Dimmu, mömmu Þórs og Týs. Unnur eiginkona Simma var með í för og með mér komu þær Alma Dís Ævarsdóttir, Sigrún Anna Valsdóttir og Elísabet Erla Grétarsdóttir. Þar sem lömbin voru aðeins tvö gátu Sigrún og Elísabet haldið á sitthvoru lambinu en Simmi og Alma stilltu sér upp með þeim á myndinni. Dimma fór út í blíðuna með lömbin Þór og Týr þegar hinar kindurnar komu inn til þess að éta sinn mat.“ segir Óskar Pétur.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.