Fjárlagafrumvarp næsta árs hefur nú verið lagt fram og þar má finna tölur um framlag til stofnana. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fær samkvæmt frumvarpinu, 663,6 milljónir á næsta ári og jafngildir það um 24.6 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Í skýringum segir að lækkunin komi annars vegar til af 9.4 milljón króna lækkun til að mæta aðhaldsmarkmiðum í ríkisfjármálum og hins vegar af 15,2 miljón króna lækkun framlags vegna frestunar á hagræðingu á fjárlögum 2011. Launa- og verðlagsbætur liðarins nema 53.8 milljónum króna.