Staðan á Lava Spring baðlóni

Umræða um að reisa eigi nýtt baðlón í Vestmannaeyjum hefur nú verið á lofti í nokkurn tíma. Samkvæmt forsvarsmanni Lava Spring, Kristjáni G. Ríkarðssyni er hugmyndin að reisa 1.400 fermetra baðlón á ofanverðum skansinum.

Þann 15. júlí síðastliðinn kynnti forsvarsmaður skipulagsgögn um uppbyggingu Lava Spring fyrir umhverfis- og skipulagsráði í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum voru gögnin í kjölfarið kynnt fyrir bæjarstjórn og vel tekið í hugmyndina.

Nokkur tími hefur nú liðið frá því að verkefnið var upphaflega kynnt og hafa svör ekki fengist um hvort eða hvenær framkvæmdir megi hefjast. Á meðan eru hagsmunaaðilar í biðstöðu. Nú styttist hins vegar í næsta fund hjá umhverfis- og skipulagsráði og verður fróðlegt að sjá hvort að verkefnið verði kynnt opinberlega eða ekki.

Á vef Vestmannaeyjabæjar frá árinu 2020 kemur eftirfarandi fram: ,,Bæjarráð fagnar áformum um uppbyggingu Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. um gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Ánægjulegt er að Vestmannaeyjum skuli vera sýndur þessi áhugi sem fjárfestingarkostur til framtíðar.”

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.