Umræða um að reisa eigi nýtt baðlón í Vestmannaeyjum hefur nú verið á lofti í nokkurn tíma. Samkvæmt forsvarsmanni Lava Spring, Kristjáni G. Ríkarðssyni er hugmyndin að reisa 1.400 fermetra baðlón á ofanverðum skansinum.
Þann 15. júlí síðastliðinn kynnti forsvarsmaður skipulagsgögn um uppbyggingu Lava Spring fyrir umhverfis- og skipulagsráði í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum voru gögnin í kjölfarið kynnt fyrir bæjarstjórn og vel tekið í hugmyndina.
Nokkur tími hefur nú liðið frá því að verkefnið var upphaflega kynnt og hafa svör ekki fengist um hvort eða hvenær framkvæmdir megi hefjast. Á meðan eru hagsmunaaðilar í biðstöðu. Nú styttist hins vegar í næsta fund hjá umhverfis- og skipulagsráði og verður fróðlegt að sjá hvort að verkefnið verði kynnt opinberlega eða ekki.
Á vef Vestmannaeyjabæjar frá árinu 2020 kemur eftirfarandi fram: ,,Bæjarráð fagnar áformum um uppbyggingu Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. um gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Ánægjulegt er að Vestmannaeyjum skuli vera sýndur þessi áhugi sem fjárfestingarkostur til framtíðar.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst