�?að voru bjargveiðimenn í Vestmannaeyjum sem óskuðu eftir því að kallað yrði til fundarhalda vegna slakrar afkomu lundastofnsins í Vestmannaeyjum. Víða var komið við á fundinum en fundarmenn voru almennt sammála um að frekari rannsókna er þörf.
Meðal annars má sjá að stór skörð eru höggin í lundastofninn í fjölda lundapysja en árið 2003 voru fyrst skráðar mælingar barna sem bjarga pysjum í Vestmannaeyjum. �?á voru mældir rúmlega 1500 fuglar en þremur árum síðar, aðeins 91. Auk þess sýna mælingar að pysjurnar eru talsvert léttari.
Páll Marvin Jónsson, forstöðurmaður háskólasetursins í Eyjum sagði ennfremur að vandi lundans liggi í fæðuöflun þar sem fæðuuppistaðan, sandsíli væri ekki lengur til staðar við Vestmannaeyjar. �?að leiddi svo af sér að árgangar lundans væru mun minni en áður.
Veiðin minnkar sjálfkrafa
Uppistaða í lundaveiði er tveggja til fjögurra ára fugl. Síðustu tvö ár hefur orðið brestur á nýliðun í lundastofninum og allt bendir nú til þess að aflabrestur verði þriðja árið í röð. �?etta kom fram í máli Erps Snæs Hansen, doktors í líffræði en hann bendir á að sandsílastofninn hafi ekki jafnað sig eftir hrun síðustu tveggja ára.
�?�?g veit að veiðifélögin og veiðimenn í Eyjum eru mjög meðvitaðir um ástandið og haga sókn sinni eftir því. �?egar gæftir minnka þá minnkar veiðin að sama skapi og menn eru ekki að sækja meira þegar illa veiðist,�? sagði Erpur þegar hann var spurður út í það hvort grípa þyrfti inn í lundaveiðar í sumar. Hann bætti því svo við að vissulega hafi komið sveiflur í afkomu lundans en það sé áhyggjuefni þegar það gerist þrjú ár í röð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst