Stefnir í aflabrest þriðja árið í röð
12. apríl, 2007

�?að voru bjargveiðimenn í Vestmannaeyjum sem óskuðu eftir því að kallað yrði til fundarhalda vegna slakrar afkomu lundastofnsins í Vestmannaeyjum. Víða var komið við á fundinum en fundarmenn voru almennt sammála um að frekari rannsókna er þörf.

Meðal annars má sjá að stór skörð eru höggin í lundastofninn í fjölda lundapysja en árið 2003 voru fyrst skráðar mælingar barna sem bjarga pysjum í Vestmannaeyjum. �?á voru mældir rúmlega 1500 fuglar en þremur árum síðar, aðeins 91. Auk þess sýna mælingar að pysjurnar eru talsvert léttari.

Páll Marvin Jónsson, forstöðurmaður háskólasetursins í Eyjum sagði ennfremur að vandi lundans liggi í fæðuöflun þar sem fæðuuppistaðan, sandsíli væri ekki lengur til staðar við Vestmannaeyjar. �?að leiddi svo af sér að árgangar lundans væru mun minni en áður.

Veiðin minnkar sjálfkrafa
Uppistaða í lundaveiði er tveggja til fjögurra ára fugl. Síðustu tvö ár hefur orðið brestur á nýliðun í lundastofninum og allt bendir nú til þess að aflabrestur verði þriðja árið í röð. �?etta kom fram í máli Erps Snæs Hansen, doktors í líffræði en hann bendir á að sandsílastofninn hafi ekki jafnað sig eftir hrun síðustu tveggja ára.

�?�?g veit að veiðifélögin og veiðimenn í Eyjum eru mjög meðvitaðir um ástandið og haga sókn sinni eftir því. �?egar gæftir minnka þá minnkar veiðin að sama skapi og menn eru ekki að sækja meira þegar illa veiðist,�? sagði Erpur þegar hann var spurður út í það hvort grípa þyrfti inn í lundaveiðar í sumar. Hann bætti því svo við að vissulega hafi komið sveiflur í afkomu lundans en það sé áhyggjuefni þegar það gerist þrjú ár í röð.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.