„Við erum á síðustu metrunum með það sem snýr að skipulagsferlinum,“ sagði Hallur Magnússon, sem fer fyrir hópi fjárfesta sem hyggjast byggja 120 herbergja hótel í gryfjunni við Hástein. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi Vestmannaeyja og hefur vísað málinu áfram til Skipulagsstofnunar.