Á síðasta fundi bæjarráðs var upplýst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest móttöku kæru Vestmannaeyjabæjar á hendur Orkustofnun fyrir að svara ekki ítrekuðum beiðnum um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar.
Einnig var send kvörtun til ráðuneytis umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis til að kanna hvort stjórnsýsluhættir stofnunarinnar teldust eðlilegir. Strax í kjölfarið barst svar frá Orkustofnun um að hún geti ekki afhent umbeðin gögn. Ekki hefur þó enn borist svar frá ráðuneyti varðandi beiðni um aðgang að gögnum sem HS Veitur telja vinnugögn og viðkvæmar fjárhagsupplýsingar.
Hver er réttur Eyjamanna?
Þannig hljóðar fundargerðin. Spurningin sem vaknar er: Hvern er verið að verja og eiga Vestmannaeyingar sem kaupendur heita vatnsins rétt á að vita hvaða rök liggja að baki samþykkis um óhóflega hækkanir á heitu vatni síðasta vetur? Ekki má heldur gleyma að hitinn á heita vatninu var lækkaður þannig að kostnaður hækkaði langt umfram prósentuhækkun sagði til um.
Mynd: Kaldur vetur þýðir svimandi háa orkureikninga fyrir Eyjamenn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst