Stormur í vatnsglasi eða rökræða án innihalds

Þær verða stundum skrýtnar umræðurnar um bæjarmálin hér í Eyjum; nú síðast um húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar. Hér er tilraun til að útskýra málið í eitt skipti fyrir öll:

Íslandsbanki vildi ekki selja húsnæði sitt í hlutum heldur allt í einu.  Þess vegna þurfti að gera tilboð í allan eignarhluta bankans í einu lagi og gerði Vestmannaeyjabær tilboðið með áskilnaði um að framselja hluta af húsnæðinu til Lögmannstofu Vestmannaeyja,  þegar og ef tilboðinu væri tekið.  Gera þurfti tilboð oftar en einu sinni og gerði Íslandsbanki gagntilboð oftar en einu sinni áður en samningar náðust.

Það var þetta samþykkta kauptilboð sem var kynnt í bæjarráði 25. maí s.l. Það lá hins vegar alltaf fyrir að ekki væri um að ræða sölu á húsnæðinu frá Vestmannaeyjabæ til Lögmannsstofunnar heldur yrðu endanlegir kaupsamningar og afsöl gerð í tvennu lagi; við Vestmannaeyjabæ annars vegar  og Lögmannsstofuna hins vegar.

Af þessum ástæðum er talað um ”framsal” í tilboðinu sem var kynnt í bæjarráði 25. maí en ekki í endanlegum kaupsamningi sem verður kynntur í bæjarráði á mánudaginn kemur.

Ég vona að þetta skýri málið svo ekki þurfi að lengur að deila um keisarans skegg. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta getur virkað frekar ruglingslegt en það er fjarri öllu lagi að það sé eitthvað tortryggilegt við þetta. Þvert á móti, og hér er hagsmunum Vestmannaeyjabæjar haldið stíft til haga frá upphafi til enda.

Íris Róbertsdóttir

Bæjarstjóri

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.