Strandveiðar hófust í dag. Veiðitímabilið stendur yfir í 48 daga. Gefin hafa verið út 775 leyfi í ár og er þetta er metfjöldi báta á strandveiðum. Til samanburðar lönduðu 756 bátar afla á strandveiðum í fyrra.
Strandveiðarnar virka þannig að bátar mega veiða í maí, júní, júlí og ágúst. Veiða má 12 daga í hverjum mánuði og einungis frá mánudegi til fimmtudags. Nokkrir bátar hófu strandveiðar frá Eyjum í dag. Þeirra á meðal Hlöddi VE og Veiga VE. Sá síðarnefndi þurfti reyndar aðstoð í land aftur eftir smá byrjunarörðuleika á miðunum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á bryggjunni og fylgdist með komu bátana og löndun. Á myndunum má einnig sjá hversu skítug höfnin er við löndunarbryggjuna inn í botni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst