Stuttmynd um örlagaríka reynslu móður sinnar
2. apríl, 2019
Ásta Jónína og Signý Rós

„Hafið ræður” er útskriftarverk Signýjar Rósar Ólafsdóttur úr Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin fjallar um sorglegan atburð sem átti sér staðí Vestmannaeyjum á Páskadag árið 1995, þegar fimm ára drengur drukknaði í sjónum. Myndin er tekin upp í Vestmannaeyjum og standa tökur yfir þessa dagana.

Móðir Signýjar starfaði í lögreglunni í Vestmannaeyjum þennan örlagaríka dag en hún sagði frá sinni reynslu í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Þegar Signý hóf nám í Kvikmyndaskóla Íslands ákvað hún strax að gera mynd út frá sögunni, um reynslu móður sinnar. Myndina vinnur hún með dyggri aðstoð vinkonu sinnar Ástu Jónínu, fyrrum nemanda í Kvikmyndaskólanum sem sér um kvikmyndatöku og fleiri aðilum.

Signý Rós er á lokaári á handrita- og leikstjórnarbraut við Kvikmyndaskóla Íslands. Hafið ræður er þriðja stuttmynd Signýjar og Ástu Jónínu. Vorið 2018 gerðu þær stuttmyndina Vammlaus, sem var útskriftarverk Völu Elfudóttur Steinsen og hlaut hún verðlaun sem besta stuttmynd af leiklistarbraut. Haustið 2018 gerðu þær stuttmynd eftir sögu Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Fíusól.

Einnig unnu þær heimildarmynd vorið 2018 sem ber heitið: Lifir barnið mitt af? Reynsla foreldra af því að glíma við kerfið eftir að synir þeirra urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi, einn þeirra svipti sig lífi í kjölfar ofbeldisins.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst