Krabbavörn og Krabbameinsfélagið standa fyrir Styrkleikum í Herjólfsdal dagana 9. til 10. Ágúst, laugadag og sunnudag. Á Styrkleikunum gefst aðstandendum dýrmætt tækifæri til að sýna stuðning í verki. Þátttakendur koma saman fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þátttakendur skiptast á að ganga í heilan sólarhring, en hver og einn þátttakandi gerir eins mikið og hann treystir sér til.
Dagskrá
Setning Styrkleikanna fer fram kl. 12.00 í Herjólfsdal og í kjölfarið af því göngum við saman fyrsta hringinn. Heiðursgestir Styrkleika eru einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Okkur finnst við hæfi að kalla þau Reynslubolta þar sem þau eru svo sannarlega reynslunni ríkari. Þeim er öllum boðið til hádegisverðar, en skráning er á https://forms.office.com/e/iGvTGX4WbW
Þátttakendur ganga fyrir fram ákveðna hringi um Herjólfsdal, og er það undir hverjum og einum komið hvenær sólarhringsins viðkomandi vill ganga og hversu lengi. Við hvetjum alla til að koma og taka þátt á sínum forsendum.
Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður og verður fjölskyldudagskrá kl. 15.00.
Um kvöldið er haldin Ljósastund þar sem við leyfum okkur að gleðjast og þakka fyrir þá sem eru með okkur og minnast þeirra sem við höfum misst. Yfir daginn geta gestir Styrkleikanna keypt kertapoka og skreytt með skilaboðum og hvatningu til þeirra sem hafa greinst með krabbamein sem við setjum kerti í um kvöldið.
Styrkleikarnir standa til hádegis á sunnudaginn.

Áheitasöfnun
Meðfram Styrkleikunum fer fram áheitasöfnun, einstaklingar og hópar geta skráð sig fyrir áheitasöfnun. Fjölskyldur, vinahópar, fyrirtæki, félagasamtök og aðrir geta skráð sig saman sem lið og unnið sameiginlega að því að safna áheitum til að halda boðhlaupskeflinu gangandi í heilan sólahring. Þessi einstaka áskorun sameinar hreyfingu, samveru og stuðning við mikilvægt málefni. Áheitasöfnunin fer fram á https://safna.krabb.is/.
Styrkleikarnir eru einstök upplifun sem við hvetjum alla til að taka þátt í.
Allar upplýsingar er að finna inni á Facebook-viðburði Styrkleikanna – https://fb.me/e/37590CzQp og á www.styrkleikarnir.is




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.