Eyjapeyinn Svanur Páll Vilhjálmsson gerði sér lítið fyrir og varð þriðji í Söngkeppni Samfés sem fór fram á laugardaginn. Söngkeppnin er hluti af Samféshátíðinni sem fer fram í Laugardalshöll en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum landsins og skemmta sér. Á föstudeginum var risadansleikur í Laugardalshöll en daginn eftir var svo söngkeppnin.