Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sína í Eldheimum í dag, þann 16. maí. Um þessar mundir eru 10 ár frá því að kórinn var endurvakinn og því stendur mikið til. Lagavalið er fjölbreytt að vanda frá rótgrónum karlakóra og Eyjalögum yfir í erlenda smelli.
Í tilkynningu segir að kórinn sé í fínu formi eftir vel heppnaða Færeyjaferð. „Lofum við góðri skemmtun fyrir unga sem aldna. Gestir tónleikanna að þessu sinni eru af veglegri endanum en Karlakór Hveragerðis ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og framkalla með okkur skemmtilega kvöldstund.”
Húsið opnar 19:30 og fjörið hefst klukkan 20:00. Forsala fer fram í Kránni og við hurð. Verð: 3.500 kr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst