Stefnan í vinnslu

Tjón á neysluvatnslögn var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Fram kemur í fundargerð að lögmenn Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna hf. séu að vinna að stefnu vegna tjóns sem varð á neðansjávarlögninni NSL-3 í nóvember 2023 þegar akkeri festist í og skemmdi lögnina. Verður útgerðarfélagi skipsins stefnt fyrir dóm auk tryggingafélaga. Stefnan er […]
Fimm tilboð bárust í gervigras

Þann 6. febrúar sl. voru opnuð tilboð í gervigras á Hásteinsvöll. Þetta kemur fram í fundargerð framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja. Þar segir jafnframt að fimm tilboð hafi borist. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 96.795.000 kr. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi: Laiderz ApS-tilboð 1: 92.909.027 kr. Laiderz ApS-tilboð 2: 101.386.627 kr. Metatron ehf.-tilboð 1: 117.806.755 kr. Metatron ehf.-tilboð […]
Falla frá sölu á Eygló

Stjórn Eyglóar – eignarhaldsfélags um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum – mætti á fund bæjarráðs í síðustu viku og fylgdi eftir tillögu sinni þess efnis að falla frá viðskiptum um sölu á Eygló og afturkalla samrunaskrá í samráði við Mílu hf. Tillagan byggir á því að ekki eru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli […]
Rauðátan – Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða allt að 59.000 tonn á ári

„Ég hef verið í sambandi við útgerðarfélög um allt land og vonast til að fá skip til veiðanna næsta sumar,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann var spurður um stöðu rauðátuverkefnsins. „Auðvitað eru menn með og á móti veiðum af þessu tagi en þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir Vestmannaeyinga ef rétt er að […]
ÍBV lagði Gróttu

ÍBV náði í tvö stig í Olísdeild karla í dag. Eini leikur dagsins var háður í Eyjum er heimamenn tóku á móti Gróttu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en ÍBV leiddi í leikhléi, 17-15. Heimamenn héldu svo forystunni en náðu samt aldrei að hrista Gróttumenn almennilega af sér. Þó hélst forystan þetta 1-2 mörk […]
Funduðu með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með nýjum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Eyjólfi Ármannssyni, þann 6. febrúar sl. Farið var yfir þau mál sem eru á borði ráðherrans og snerta Vestmannaeyjabæ, segir í fundargerð bæjarráðs. Þar var farið yfir dýpkun í Landeyjahöfn, en útboð er áætlað í vor og nýr samningur í framhaldi. Nauðsynlega þarf að tryggja tæknilega getu […]
Þrátt fyrir loforð…

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net fylgdist með Herjólfi koma inn til Eyja í gær. Í skeyti með myndasyrpunni segir hann: „Nú siglir Herjólfur dag eftir dag til Þorlákshafnar. Reikna má með að svo verði áfram næstu daga þar sem veðurspá er ekki góð fyrir siglingar í Landeyjahöfn. Dýpi í innsinglingunni í Landeyjahöfn er orðið 2,8 […]
ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag. Þar mætast ÍBV og Grótta. Leikið er í Eyjum. Um er að ræða leik úr 16. umferð en öll önnur lið hafa leikið 17 leiki. Eyjamenn eru í sjöunda sæti með 16 stig en Grótta er í tíunda sæti með 10 stig. Í fyrri leik þessara […]
Laxey – Fjórði flutningur seiða

„Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í startfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er alltaf sérstakur, sama hve oft hann er framkvæmdur, enda mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna,“ segir á Fésbókarsíðu Laxeyjar í gær. Seiðin voru flutt úr seiðaeldisstöð Laxeyjar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í eldisstöðina í Viðlagafjöru. Er gert ráð […]
Unnið að því að fjölga fastráðnum læknum

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra HSU og framkvæmdastjóra lækninga þann 29. janúar sl. Farið var yfir mönnunina á sjúkradeild og heilsugæslunni á starfstöðinni í Eyjum og hugmyndir varðandi það að styrkja þjónustuna. Unnið er að því að fjölga fastráðnum læknum á heilsugæslunni en þar eru fjögur stöðugildi sem ekki hefur tekist að manna að fullu […]