Gular viðvaranir í gildi

Gul Vidv 021224

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Suðausturland og Miðhálendi.  Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 14:00 í dag og gildir til miðnættis. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörun frá Herjólfi […]

Kíkt í kosningakaffi

Fastur liður margra á kjördag er að kíkja í kaffi hjá sínu fólki þegar búið er að kjósa. Þrátt fyrir að tíu flokkar byðu fram í kosningunum í gær buðu aðeins þrír, Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur upp á kosningakaffi í Vestmannaeyjum. Framsókn var í eigin húsnæði við Kirkjuveg, Samfylkingin á veitingastaðnum Næs hjá Gísla Matthíasi […]

Kjörsókn 80,6% prósent

Alls höfðu 2512 kosið í Vestmannaeyjum þegar kjörstöðum var lokað kl. tíu í gærkvöldi eða 80,6%. Þar af voru utankjörfundaratkvæði 714 eða 22,9%. Á kjörskrá voru 3115, en til samanburðar voru 3063 á kjörskrá fyrir þremur árum  en þá var kjörsókn 81,4%. Árið 2017 var hún 80,%, 2016 81,6% og 82,3% árið 2013. (meira…)

Sig­urður Ingi heldur sæti sínu

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, ráðherra, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og annar maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi heldur sæti sínu á Alþingi, þvert á kannanir. Þetta var ljóst eftir að lokatölur komu úr Suðvesturkjördæmi í hádeginu. Fer hann inn sem jöfn­un­arþingmaður og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins  er dott­in út. Endanleg niðurstaða kosninganna í Suðurkjördæmi er: Kjördæmakjörnir · […]

Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi

Oddvitar Hopmynd 20241113 192740

Stór tíðindi urðu í lokatölum frá Suðurkjördæmi en þá tók Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir fá tvo þingmenn hvor um sig en Flokkur fólksins fékk 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminum. Það gerðist síðast í þingkosningunum árið 2009 að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fengi flest atkvæði í Suðurkjördæmi en þá var […]

ÍBV sigraði Val

ÍBV og Valur mættust í lokaleik tólftu umferðar Olísdeildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og Valsmenn voru að elta allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 18-17. ÍBV jók forskot sitt í síðari hálfleik og fór svo þegar yfir lauk að Eyjaliðið hafði skorað 34 mörk gegn 28 mörkum gestanna. Hjá Val var […]

Jólakaffi og heiðranir

IMG 6918

Á fimmtudaginn sl. var hið árlega jólakaffi Vinnslustöðvarinnar haldið í Höllinni. Þar er starfsmönnum og fjölskyldum boðið til kaffisamsætis. Jólasveinarnir kíkja ávallt í heimsókn og gleðja börnin með nærveru sinni og gjöfum. Um áratuga hefð er að ræða sem er bæði skemmtileg og notaleg. Við sama tækifæri eru starfsmenn sem standa á tímamótum heiðraðir. Þeir […]

Ívið lakari kjörsókn

Kjordeild 24 IMG 7033

Klukkan 15.00 í dag höfðu 29,2% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja. Er það ívið lakari kjörsókn en á sama tíma í þingkosningunum fyrir þremur árum. Þá höfðu 964 manns kosið (31,5%) á móti 910 nú, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn í Vestmannaeyjum. Framkomin utankjörfundaratkvæði eru 597. Á kjörskrá eru 3.115, en […]

Orðið jólalegt í Eyjum

default

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, 1. desember. Óhætt er að segja að það sé jólalegt um að litast í Eyjum í dag. Hvít jörð og nánast logn. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur svipmyndir frá í morgun hér að neðan. (meira…)

Kjörfundur hafinn

Í dag ganga Íslendingar til þingkosninga. Kjörfundur hófst víðast hvar klukkan níu í morgun. Í Vestmannaeyjum er hægt að kjósa í Barnaskólanum, inngangur um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 22.00 í kvöld. Bænum er skipt með eftirfarandi hætti í tvær kjördeildir: Í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.