Flutningurinn heppnaðist afar vel

DSC 3811 (1)

Síðastliðinn föstudag hóf Laxey flutning á fyrstu seiðunum frá seiðastöðinni yfir í áframeldið í Viðlagafjöru. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að flutningurinn hafi heppnast afar vel. „Fyrir einu ári síðan fékk Laxey sinn fyrsta skammt af hrognum, sem síðan hafa vaxið í gegnum ferlið á seiðastöðinni okkar. Nú eru þau tilbúin að halda áfram vexti […]

Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni

Hildur Solv Ads

Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að […]

Súpufundur, kosningakaffi og kosningavaka!

Fanar Xd Sjalfst L

Kæru Eyjamenn – við bjóðum í súpuhádegi á morgun í Ásgarði. Gestgjafar eru Gísli Stefánsson og Rut Haraldsdóttir. Sérstakur gestakokkur er Ríkharður 16. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Einnig minnum við á kosningakaffið í Akóges á laugardag frá klukkan 14 til 17. Að lokum er rétt að minna á kosningavökuna í Ásgarði sem […]

287 milljarðar á tíu mánuðum

DSC_7145

Á fyrstu tíu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í rúma 287 milljarða króna. Það er um 3% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra, reiknað á föstu gengi. Vart þarf að nefna að þennan samdrátt má að langstærstum hluta skrifa á loðnubrest í ár. Að loðnuafurðum undanskildum, þá hafa útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um rúmlega […]

Markmiðið að Kristrún leiði næstu ríkisstjórn

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur frá árinu 2010 staðið í hringiðu stórra atburða. Var öryggisfulltrúi á Suðurlandi í Eyjafjallagosinu 2010 og Grímsvatnagosinu árið eftir sem bæði höfðu mikil áhrif. Hann bar ábyrgð á öryggi íslenska karlalandsliðsins þegar það reis hæst á EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018. […]

Vel heppnuð afmælisgleði Flamingo

Haldið var upp á 35 ára afmæli tískuvöruverslunarinnar Flamingo með pompi og prakt í gækvöldi, miðvikudaginn 27. nóvember. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem kynntar voru helstu nýjungar og vakti sýningin mikla lukku meðal gesta. Boðið var upp á 35% afslátt af öllum vörum ásamt léttum veitingum fyrir gesti og gangandi. Eyjafréttir kíktu […]

Líknarkaffið í dag

Líknarkaffið er fyrir löngu orðinn fastur liður í aðventu Eyjamanna og á því verður engin breyting í ár. „Líknarkaffið, árlegt kaffihlaðborð Kvenfélagsins Líkn verður haldið að Faxastíg 35 á milli klukkan 14.00 og 16.30 í dag, fimmtudag. Hlökkum til að taka vel á móti þér og þínum.” segir í tilkynningu frá Líknarkonum. (meira…)

Áætla rúman hálfan milljarð í hagnað

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að tekjur séu varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2025 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstrartekjur eru áætlaðar 9.697 m.kr. og rekstrarútgjöld eru áætluð 9.240 m.kr. á árinu 2025. Sem fyrr eru fræðslu- og […]

Stefna og áherslur fyrir okkur öll

Nú þegar stutt er til kosninga eru mörg óákveðin og eiga erfitt með að gera upp hug sinn. Með þessum línum vonast ég til þess að geta auðveldað þér kjósandi góður að velja til vinstri með því að fara örstutt yfir kosningaáherslur VG. Samheldið samfélag og öflug almannaþjónusta. Það felur meðal annars í sér að […]

Sérstaðan má ekki hverfa

Raggi Os 2022 Lagf Tms 2

Ýmsar kannanir benda til að Vinstrihreyfingin- grænt framboð sé á mörkum þess að ná þingmanni í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Það væri að mínu mati afar skaðlegt fyrir íslenskt samfélag ef hreyfingin fengi engan fulltrúa og talsmenn á Alþingi. Því skora ég á kjósendur að velta vel fyrir sér fyrir hvað Vinstrihreyfingin- grænt framboð stendur og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.