Stígandi áhyggjur listaverks

Skipulagsmál hafa verið fyrirferðamikil í stjórnsýslu sveitarfélaga til langs tíma. Það eru vonbrigði fyrir okkur í minnihlutanum þegar sjónarmiðin sem hafa gilt um skipulagsmál í sveitarfélaginu, eigi ekki að gilda um göngustígagerð í Eldfelli. Aðdragandinn Ég verð að viðurkenna mikla meðvirkni sem ég féll í sumarið 2022 þegar hugmyndin að listaverkinu kom fyrst fram í […]

Höldum áfram!

Í september 2021 skrifuðu  forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og bæjarstjóri, fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, undir sameiginlega viljayfirlýsingu sem fól m.a. í sér kaup á listaverki í tilefni 50 ára goslokaafmælis. Á þeim grundvelli lagði forsætisráðherra fram þingsályktunartillögu um sama efni þann 13. júní 2022 sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi. Síðan þá hafa […]

Íbúakosning jafngildir að hætta við verkið

Listaverk í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjórn vísaði málinu um listaverkið til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. […]

Hvers virði er náttúra okkar og saga?

Undanfarið hefur verið mikil og góð umræða á meðal Eyjamanna um náttúru Vestmannaeyja í tilefni kynningar á skipulagsbreytingum á hafnarsvæði. Annað mál sem snertir náttúru Vestmannaeyja er gerð minnisvarða vegna 50 ára gosloka. Í upphafi málsins, var ég hlynnt verkefninu enda taldi ég að um hefðbundinn minnisvarða, eins og við flest þekkjum, væri að ræða. […]

Dregið saman safn nýrra og eldri verka um Eldfell

Vestmannaeyjabær býður til opnunar á Til fundar við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja, laugardaginn 9. september kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt […]