Listaverk í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjórn vísaði málinu um listaverkið til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. göngustígagerð í Eldfelli. Forseti bæjarstjórnar hefur verið tengiliður við samstarfsaðila um listaverkið og skilaði drögum að minnisblaði til bæjarráðs eftir að hafa rætt við samstarfsaðilana um stöðuna. Niðurstaða í drögunum er sú að samþykki bæjarstjórn að vísa málinu í íbúakosningu á þessu stigi jafngildi það ákvörðun um að hætta við verkið.

Bæjarráð vísaði í niðurstöðu sinni málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Endanlegt minnisblað mun liggja þar fyrir.