Það má segja að Unnar Guðmundsson í Háagarði sé trillu- og lundaveiðikarl sem náði að tengja samfélag veiðimanna sem fæddust fyrir aldamótin 1900 og þeirra sem enn stunda sjóinn á smábátum og lundaveiði í Eyjum.
Á mótunarárum Unnars eru Eyjarnar að stíga skref inn í nýja tíma. Enn var stundaður landbúnaður á Kirkjubæjum og kýr og kindur voru í barnæsku hans í Háagarði og austurbærinn líkari sveit en bæ með grónum túnum og beitarlandi hvert sem litið var.
Háigarður stóð eins og kastali á besta stað við hæð austan við Svanhól, þá kom Hlaðbær og Skáli og norðan við Austurveginn á stóðu Vilborgarstaðir vestri og eystri. Nokkru austar við Brennihól var Vallartún og þá var stutt í Norðurbæ á Kirkjubæjum þar sem Þórdís systir Unnars var bóndi ásamt manni sínum Magnúsi Péturssyni, betur þekktur sem Maggi á Kirkjubæ. Í hjarta austurbæjarins lá Vilpan, gamalt vatnsból bæjarmanna og síðar leiksvæði barna og unglinga sumar og vetur.
Þannig hefst frábært viðtal Ásmundar Friðrikssonar í nýjasta blaði Eyjafrétta sem tengir gamla og nýja tíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst