„Þarf að fara að láta verkin tala“
13. mars, 2024
Herj_landey_IMG_5717
Herjólfur siglir inn Landeyjahöfn. Eyjar.net/Tryggvi Már

Í kvöld verður farið yfir samgöngumál Eyjamanna á fundi í Akóges. Mikið hitamál sem flestir bæjarbúar hafa sterkar skoðanir á.

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður var eini þingmaðurinn sem til Eyja var mættur þegar til stóð að funda í lok janúar. Hann hefur lengi talað máli Eyjamanna í því sem betur má fara í samgöngumálunum. Ritstjóri Eyjar.net tók púlsinn á Ásmundi í morgun vegna fundarins, sem hann kemst því miður ekki á þar sem hann er staddur á erlendri grundu.

„Klárlega var ekki hlustað á varnaðarorðin“

Fyrst var Ásmundur spurður um frátafirnar um höfnina, sem eru enn óásættanlegar, tæpum fjórtán árum eftir að höfnin opnaði. Hvað er til ráða?

„Það hafa margir glímt við þessa spurningu, sagt margt viturlegt og annað misviturlega sagt eins og gengur. En klárlega var ekki hlustað á varnaðarorðin og enn síður hefur verið farið að ráðum bestu manna. Það er útilokað annað en Vegagerðin ljúki rannsóknum og fari í þær endurbætur og lagfæringar sem skýrslur og sérfræðingar hafa bent á.

Síðan þá hefur Vegagerðin ekki komið fram með neinar raunhæfar lausnir til að minnka frátafirnar, en talað var um að nýtingin færi ekki undir 90% þegar ný hentug ferja hæfi siglingar. Hvers vegna telur þú að svo sé?

„Vegagerðin og ráðuneytið hafa ekki fylgt ábendingum og skýrslugerðum“

Höfnin hefur aldrei staðið væntingar og þrátt fyrir að Herjólfur hafi í mörgu komið betur út en “heimavarnarliðið” spáði þá eru vonbrigðin mikil yfir því hve frátafir í Landeyjahöfn eru miklar. Sérstaklega eru vonbrigðin að Vegagerðin og ráðuneytið hafa ekki fylgt ábendingum og skýrslugerðum sem hafa komið með og bent á leiðir til jákvæðra úrbóta. Þá má ekki gleyma ábendingum skipstjórnarmanna á Herjólfi, sjómanna og bænda sem aldrei hefur verið hlustað á, en þeirra ábendingar og varnaðarorð hafa öll komið fram með einum eða öðrum hætti. Það ætti að leggja við eyrun þegar að þeir tala.“ segir hann.

„Sögðu allir að dýpkunarskip væri staðalbúnaður í slíkri sandhöfn“

Hver vilt þú að séu næstu skref í stóru myndinni?

Það er útilokað annað en að niðurstaða fáist hvort jarðgöng til Eyja sé raunhæfur kostur eða ekki. Framtíðarsýn í samgöngum við Eyjar tekur öll viðmið út frá þeirri niðurstöðu.

Það getur varla talist ásættanlegt að setja á sjöunda hundrað milljónir á ári í sandmokstur í og við Landeyjahöfn?

Líklega hefði aldrei verið ráðist í byggingu hafnarinnar ef rannsóknir Siglingastofnunar hefðu gefið slíka niðurstöðu, sem raunin er. Framkvæmdir sem minnka þann kostnað um meira en helming á ári verða fljótar að borga sig. Erlendir sérfræðingar sem voru spurðir álits um hvort höfnin ættu framtíð fyrir sér sögðu allir að dýpkunarskip væri staðalbúnaður í slíkri sandhöfn. Það var rétt ábending en ekki á hana hlustað því miður.

https://eyjar.net/619-milljonir-i-landeyjahofn-i-fyrra/

„Þarf að ljúka rannsóknum og hefjast handa“

Er ekki eðlilegt að halda ríkisstyrktu flugi áfram milli lands og Eyja á meðan staðan er ekki betri á sjósamgöngunum?

Það liggur í hlutarins eðli að tryggja verður samgöngur til Eyja með flugi, í það minnsta þá mánuði sem Landeyjahöfn er lokuð langtímum saman.

Ég kom einu sinni fram með þá hugmynd að stuðningur við samgöngur til Eyja tæki mið af frá töfum Herjólfs í Landeyjahöfn. Það væri síðan Eyjamanna sjálfra að deila því fé í rekstur Herjólfs eða flug eftir aðstæðum hverju sinni og hagsmunum íbúa í Eyjum.

Það er leitt að sá eini sem mætti á fundinn fyrr í vetur sé á heimleið með flugi frá útlöndum þegar borgara fundurinn hefst í kvöld. Ég eins og allir fundarmenn og þeir Eyjamenn sem heima sitja vita að það þarf ekki fleiri fundi vegna þessa máls. Eins og þetta viðtal er upprifjun á mörgum greinum og fundum um Landeyjahöfn verður fundurinn í kvöld það líka. En vonandi kemur eitthvað nýtt fram sem enginn hefur heyrt áður, en ég efa það. Það eru hugmyndir á borðinu sem geta breytt nýtingu hafnarinnar og það þarf að ljúka rannsóknum og hefjast handa. Það þarf að fara að láta verkin tala.

Bið fyrir kveðju til ykkar allra, segir Ásmundur Friðriksson að endingu.

https://eyjar.net/fundad-um-samgongur-taka-2/

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.