„Ég hugsa til síðastliðins sumars með talsverðum söknuði þegar ég sest niður í hægindastólinn minn og skrifa nokkur orð um lokaþátt okkar í þáttaröðinni Lambið og miðin og ég held að ég eigi aldrei eftir að gleyma þeim dögum sem fóru í tökur á þessari þáttaröð, segir læknirinn í eldhúsinu í pistli um síðasta þátt sinn í nýjustu þáttaröðinni sinni sem tekin var upp í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir hittu á læknirinn í Vestmannaeyjum síðasta sumar og tók Óskar Pétur Friðriksson myndir af veislunni hjá honum
„Og það var viðeigandi að klára þessa seríu í Vestmannaeyjum – þessari dásamlegu gjöfulu eyju. Við byrjuðum á að heimsækja Einsa kalda sem sagði okkur frá sinni aðferð við að matreiða skötusel. Hann leysti okkur meira að segja út með þessu dýrindisflaki af einum slíkum. Hann veit sínum viti, hann Einsi kaldi.
Við komum okkur fyrir á Skansinum, og það er vart hægt að segja að veðrið hefði leikið við okkur þann daginn. Það bæði rigndi hressilega og blés með eindæmum. Svo mjög að búa þurfti um tökuliðið og vélarnar okkar svo hægt væri að taka upp. En við létum veðrið ekki á okkur fá og elduðum dýrindismáltið með Heimaklett í bakgrunni, skötusel hjúpaðan sölbragðbættu salti með kartöflumús og ljúffengu salati innblásnu frá Stóra-Dímon, sjá fyrri þátt.
Og það er ekki annað hægt en að ljúka seríu sem þessari með almennilegri veislu. Og þessi var alvöru. Við heilgrilluðum vestmanneyskt lamb, vel kryddað, á tortillu með dásamlegri hvítlaukssósu og bæði fersku og steiktu alíslensku grænmeti.
Ég hugsa til baka til liðins sumars með einstöku þakklæti í brjósti og hugsa oft hversu dýrmætt það er að vera Íslendingur og fá að njóta allra þeirra stórkostlegu forréttinda sem þetta land veitir okkur,“ segir Ragnar.
Þátturinn er sýndur á Skjá einum í kvöld klukkan 20:00





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.