Þessa dagana er unnið að gerð ungbarnaleikvallar á Stakkagerðistúni. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að vonast sé til að hann verði tilbúinn fyrir 17. júní.
Leikvöllurinn er nú þegar orðinn ansi vinsæll hjá yngri kynslóðinni þrátt fyrir að enn sé verið að vinna við að koma honum niður. Leiktækin henta yngri börnum vel og verða staðsett alveg við æslabelginn svo allir geta leikið sér saman.
Einnig er verið að smíða bekk á leiksvæðinu þar sem hægt verður að sitja og fylgjast með krökkunum að leika sér. Við erum öll mjög spennt fyrir þessum framkvæmdum og hlakkar okkur mikið til að sjá hann fullgerðann, segir í fréttinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst