Þörf á töluverðu viðhaldi á Kirkjugerði

Bæjarráð fundaði í vikunni þar sem einungis eitt mál var á dagskrá. Á fundinn voru jafnframt boðaðir bæjarfulltrúar, fulltrúar í fræðsluráði, framkvæmdastjórar sviðanna þriggja, leikskólastjóri Kirkjugerðs og fræðslufulltrúi.

Bæjarráð ræddi húsnæði Leikskólans Kirkjugerðis. Ljóst er að skólinn þarfnast töluverðs viðhalds. Verkfræðistofan Mannvit var fengin til þess að taka húsnæðið út og hefur hann skilað drögum að viðhaldsáætlun. Vestmannaeyjabær er þegar farið að vinna í húsnæðinu eftir tillögum og áætlun fagaðilans. Þunginn í framkvæmdunum verður í sumar þegar leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa, en framkvæmdum verður skipt á tvö ár.

Í niðurstöðu um málið þakkar bæjarráð upplýsingarnar og yfirferð framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs á áætluðum kostnaði vegna framkvæmdanna. Jafnframt felur bæjarráð framkvæmdastjóra að útbúa endanlega kostnaðaráætlun og áfangaskiptingu og leggja fyrir bæjarráð. Fyrsti hluti framkvæmdanna rúmast undir fjárhagsáætlun þessa árs.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.