ÍBV vann 1-0 sigur þegar lið Keflavík kíkti í heimsókn til Eyja í gær. Sigurmark leiksins gerði Sigurður Arnar Magnússon eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Þrjú stig fyrir okkar menn og þar með er ÍBV að fjarlægast frá botnbaráttunni.
Kristján Guðmundsson sagði í samtali við mbl.is eftir leikinn í gær að þeir væru gríðalega ánægðir að hafa náð að vinna leikinn, „að skora svona snemma er algjört lykilatriði en svo gaf Keflavík okkur mjög erfiðan leik. Þeir stóðu sig þvílíkt vel og á endanum er þetta þvílíkt jafn leikur þar sem við náðum að skora þetta eina mark sem til þurfti.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.