Húsnæðið að Bárustígi 9 hefur hýst tímabundna verslun 66° Norður frá því á goslokum en verslunin mun loka nú að Þjóðhátíðinni lokinni. Þar má finna vörur sem einnig má finna á útsölumörkuðum útifatnaðarrisans en þó einnig nýrri flíkur. Eyjafréttir heyrðu í eyjamærinni Esther Bergsdóttur, starfsmann í verslun.
„Búðin hefur gengið mjög vel og hafa heimamenn og gestir verið duglegir að kíkja til okkar. Við opnuðum búðina rétt fyrir Goslokahátíð og þá var mjög fjölmennt í bænum. Þá vikuna kom mikið af fólki við hjá okkur til að kíkja á úrvalið og það hefur haldist þennan mánuð sem við höfum verið með opið” segir Esther sem þakkar fyrir góðar móttökur og vonar að allir skemmti sér vel og fallega um helgina.
Útivistarmerkið hefur sömuleiðis verið með „pop-up” bíl sem hefur komið á flestar útihátíðir landsins og er bíllinn nú mættur fyrir utan Sölku verslun, sem er endursöluaðili merkisins í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst